sannleikurinn er sár og er ekki einkamál mitt

þannig ætla ég að byrja 1.brot frásögn og samskipti mín við bráðavakt sögu mína um örlög dóttur minnar og samskipti mín við óhæfa lækna á bráðasviði á Íslandi. Hún var með mjög háan hita kastaði upp og allt gekk niður úr henni, mjög máttvana og ég náði engu sambandi við hana, þar sem hún var með mikið óráð á köflum. Þegar ég hafði hringt á læknavakt þar sem fyrsti læknirinn kom spurði ég hann hvort hún væri með heilahimnubólgu hann sagði nei við því, einnig bað ég hann um að senda hana strax inná spítala LSH þar sem ég upplifði hana svo alvarlega veika, hann vildi ekki gera það á þessari stundu, (svona voru verklagsreglur á þeim tíma, þannig átti þetta að ganga fyrir sig) læknirinn skrifaði úppá lyfseðil sem voru pensilintöflur sem ég átti að gefa henni, 1. Læknirinn kvaddi eftir stutt stopp, ég stóð frammi fyrir því hvernig í ósköpunum átti ég að koma pensilíntöflunum ofan í dóttur mína svo til meðvitundarlausa ég muldi töflurnar í skeið með vatni og lét það renna inn um munnvik hennar, en fljótlega kastaði hún upp og allt gekk niður úr henni. læknirinn hafði kvatt með þeim orðum ef henni versnar hringdu þá aftur á vaktina, gat það orðið verra til að koma í veg fyrir dauða! var mín hugsun ég vildi hringja strax aftur og reyna að hitta á annan lækni en var stoppuð af þeim sem voru viðstaddir, ég var ekki "móðursjúk" já ég grét og var hrædd strax, ég fann að ég treysti ekki þessum lækni/nemi í starfsþjálfun/verklegu hugsaði ég hann var svo ungur vissi hann nóg fór í gegnum hugann minn....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband