íslendingum er neitað um bráðaþjónustu hér á landi vegna plássleysis lokun deilda og sparnaðar

http://evropufrettir.is/2011/10/19/fair-bjoda-leyfislausum-innflytjendum-laeknisadstod/Innflytjendur án landvistar-, búsetu- eða atvinnuleysis þurfa að greiða fyrir læknisþjónustu í flestum aðildarríkjum ESB og það getur teflt lífi þeirra í hættu. Þetta er niðurstaða nýrrar skýrslu frá Mannréttindastofu Evrópu. Þetta fólk er í áhættuhópi sem oft býr við slæmar vinnu- eða húsnæðisaðstæður. Innflytjendur óttast brottvísun úr landi leiti þeir sér læknisaðstoðar á spítala.Aðeins Belgía, Frakkland, Þýskaland, Ítalía og Spánn bjóða þessum hópi bráðaþjónustu gjaldfrjálst. Þessi lönd, að undanskildu Þýskalandi, veita einnig þjónustu vegna þrálátra sjúkdóma, eins og sykursýki, auk mæðraskoðunar, gjaldfrjálst eða gegn vægu gjaldi.Í skýrslunni segir að þetta fyrirkomulag brjóti gegn mannréttindum og setji heilbrigðisstarfsfólk í erfiða stöðu við að velja á milli lagarammans eða lækniseiðs síns þegar fólk í neyð leitar til þeirra. Starfsfólk ætti ekki að þurfa að tilkynna um stöðu landvistarleyfis þess er aðstoðar leitar, því það fælir fólk frá því að leita sér læknishjálpar og getur stofnað lífum í hættu.Mælt er með því að heilsugæsla sé ekki tengd stefnu í innflytjendamálum, því annars muni innflytjendur ekki leita sér læknisaðstoðar fyrr en neyðartilfelli skapast.EUObserver ,,

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband