læknum ber skylda að segja sannleikann skv. lögum

refsivert er skv. lögum að fara með lygar....


mbl.is „Lúaleg tilraun“ fjármálaráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þurfa þeir þess eitthvað frekar en ráðherrar?

Jón Páll Garðarsson (IP-tala skráð) 31.12.2014 kl. 00:18

2 Smámynd: Elsabet Sigurðardóttir

Allir eiga segja sannleikann fyrir dómstólum. 

Elsabet Sigurðardóttir, 31.12.2014 kl. 00:25

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Elísabet. Læknum er óheimilt að misnota sína læknisfræði, eins og t.d. með hótunum um að ef þeir fái ekki laun umfram aðra launþega landsins, þá taki þeir sig saman um að yfirgefa sökkvandi og bankarænda þjóðarskútuna.

Læknaeiðurinn er til þess gerður, að læknar misnoti ekki sína læknisfræðiþekkingu í siðlausum græðgi-tilgangi.

Þess vegna er það mér það alveg óskiljanlegt, hvernig þeir haga sér núna.

Læknar eru skyldugir til að tilkynna þjóðinni (skattgreiðendum/launagreiðendum lækna) sem greiðir þeim launin, hvað þeir eru að krefjast í laun af skattgreiðendum!

Verkfallsréttur er láglauna-verkfólksins réttur. Og er alls ekki réttlætanlegur réttur háskólamenntaðra lækna, sem njóta forréttinda-lífeyrisgreiðslna úr lífeyrissjóði opinberra starfsmanna.

Verkfallsréttur er fyrir verkafólk, sem ekki nýtur sömu forréttinda og opinberir stafsmenn, nema í einhverjum ímynduðum siðlausum einka-lögleysisreglum.

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 31.12.2014 kl. 01:02

4 identicon

1. Læknar njóta ekki lífeyrisréttinda opinberra starfsmanna þótt þeir vinni alfarið hjá íslenska ríkinu td. á Landspítalanum. Þeir eru með lífeyrisréttindi á við aðra og raunar hrundi Lífeyrissjóður lækna við "hrunið". Hins vegar eiga þeir sem eru það heppnir að hafa unnið á hinumn Norðurlöndum rétt á lífeyrisréttindum opinberra starfsmanna sem unnið hafa og vinna á opinberrum sjúkrahúsum eða hjá hinu opnbera í Noregi, Svíþjóð og Danmörku og þessu afsalar sér fólk þegar það flytur ptil Íslands. 

2. Íslenska heilbrigðiskerfið er að hruni komið. Ekki vegna verkfalls lækna m.a. vegna þess að fólk er hætt að skila sér tilbaka til Íslands eftir margra ára sérnám. Það tekur 5-11 ár að sérmennta sig og margir eru jafn vel enn lengur m.a. í doktorsnámi (PhD) sem tekur 3-4 ár til viðbótar og um 1/3 - 1/4 íslenkra lækna hefur lokið því frá erlendum háskólum þegar það kemur tilbaka. Þessa menntun hefa íslenskir skattgreiðendur ekki greitt neitt fyrir. Læknir með margra ára sérnám sem td. krabbameinslæknir eða skurðlæknir á td. kosnað danskra eða sænskra skattgreiðenda er ekkert lagalega eða siðferðislega skuldbundinn til að koma til Íslands. Mörgum finnst í raun að þeir hafi greitt niður nám sitt enda hafa læknanemar verið notaðir sem ókeypis vinnuafl bæði á námstíma og ekki síst sem kandídatar. Margir fara til sérnáms ekkert sérstaklega sáttir við þá framkomu sem urðu fyrir og eru ekkert sérstaklega áfjáð að komast aftur til þess sama vinnuveitanda. Fámennið er nú orðið slíkt í mörgum greinum íslenska heilbrigðiskerfisins að fólk er nánast skikkað að vinna allt að 300 stundir í mánuði. Megnið af íslenskum læknum eru fjölskyldufólk og stór hluti konur og mæður, raunar meirhlutinn. Fólk hefur skyldum að gegna gagnvart eigin fjölskyldu og börnum og íslenska heilbrigðiskerfið með ríkisspítalanna hefur orðið ákaflega illt orð á sér sem vinnuveitandi og er þar í beinni samkeppni við erlend sjúkrahús og er að skíttapa í þeirri samkeppni.  Læknum á Íslandi hefur fækkað frá hruni og meðalaldur íslenskra lækna á Íslandi er orðinn skelfilega hár. 30% eru 60 ára og eldri, 60% 50 ára og eldri ef þróun síðustu 6 ára heldur áfram í 6 ár í viðbót blasir við hrun. Enn verra er að fólk er að gefast upp á ástandinu og fólk sem unnið hefur í 5-15 ár er að fara til baka til þeirra landa sem það stundaði sérnám sem mun flýta fyrir þessu enda er íslenska heilbrigðiskerfið orðið aldeilis ósamkeppnishæft að öllu leiti um laun, eftirlaun, asðstöðu og annað og þetta fólk og fjölskyldur þeirra koma væntanlega aldrei aftur. Íslenskir læknar í sérnámi erlendis hafa margir búsett sig þar eru um 40% íslenskra lækna. Þeir hringja í kollega sína á Íslandi og fá sannleikann um Ísland ósminkaðan þannig að þeir koma augljóslega ekki tilbaka fyrr en ástandið stórbatnar ef það þá gerir það.  
Það er ekkert erfiðara fyrir erlenda lækna að komast til Íslands en til hinna Norðurlandanna, Bretlands eða Bandaríkjanna. Fólk þarf að ná alþjóðlegum prófum og þe ir sem hafa sérfræðiviðurkenningu á EES svæðinu þurfa raunar ekki að taka próf. Þeir þurfa að geta talað og skrifað íslensku en það er svo að enginn kemur eða hefur komið og fólk fer frekar annað en að leggja á sig margra ára íslenskunám á lítilli eyju í Atlandshafi með ónýtan gjaldmiðil og gjaldeyrishöft. 

3. Mönnunarvandi íslenska heilbrigðiskerfisins er í raun rétt að hefjast og er eins og annar atgerfisflótti, fólk fer þar sem það fær betri lífskjör fyrir sig og fjölskyldur sínar. Vandamálið við sérfræðilækna er að þeir eru menntaðir og með margra ára starfsreynslu erlendis og þurfa raunar að flytja tilbaka til Íslands sem fáir orðið gera. Ástandið versnar við að læknar á Íslandi eru umvorpum að lækka starfshlutfall sitt á Íslandi og loka stofum og vinna þess í stað að hluta erlendis og margir eru fluttir eða eru alvarlega að íhuga að flytja enda lítið sem heldur í fólk og margir eru geysilega ósáttir með laun, aðstöðu og vinnutíma og annað í samanburði við það sem þeir þekkja til erlendis frá. Margir eru raunar með atvinnutilboð erlendis frá og eru þar með tenglsanet eftir ára og jafnval meira ein áratuga dvöl. Það þýðir ekkert með lög, vistabönd eða annað. Raunar er íslenska heilbriðgisþjónustan að falla á tíma og er að stöðvast venga fjárskorts, skorts á fagfólki, tækjum og húsnæðið er ófulleigandi á sama tíma eru risaárgangar eftirstríðsáranna að eldast og það mun í raun sökkva illa undirbúnnu heilbrigðiskerfinu og er raunar að gera það. Á næstu 20 árum mun tíðni td. krabbameina fjórfaldast vegna aukins meðalaldurs og það eru færri krabbeinslæknar á íslandi núna en voru fyrir 25 árum síðan og meðaldur þeirra er skelfilega hár og engir eru tilbúnir að fylla skarðið. 

Gunnr (IP-tala skráð) 31.12.2014 kl. 04:09

5 identicon

Smá miskilningur hvað varðar alþjóðlega læknaeiðinn sem í yfir 80 ár allir læknar á Íslandi hafa skrifað undir og byggist á 2400 ára gamla Hippókratesareiðnum, en nokkur atriði í honum hafa ekki staðist tímans tönn td. að konur geti ekki verið læknar.
Sumir halda jafnvel að þar heiti íslenskir læknar íslenska heilbrigðiskerfinu eða launadeild Landspítalnum einhverjum ævarandi trúnaði en það er svo óralangt veruleikanum.

Íslenski læknaeiðurinn:

    * að beita kunnáttu minni með fullri alúð og samvizkusemi,

    * að láta mér ávallt annt um sjúklinga mína án manngreinarálits,

    * að gera mér far um að auka kunnáttu mína í læknafræðum,

    * að kynna mér og halda vandlega öll lög og fyrirmæli er lúta að störfum lækna.

Gunnr (IP-tala skráð) 31.12.2014 kl. 09:12

6 identicon

Hér hafa komið fram undarlegar hugmyndir um réttindi og skyldur lækna. Hugmyndir sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum.

Kjarabarátta og verkföll eru almenn mannréttindi en ekki sérstakur neyðarréttur láglaunafólks. Og læknum, eins og öðrum, ber engin skylda til miða verð vinnu sinnar við það sem einhverjir aðrir, sem ekkert bein hafa í nefinu til að sækja kjarabætur, samþykktu.

Samninganefnd lækna er samkvæmt lögum óheimilt að greina frá kröfum sínum nema með samþykki mótaðilans.

Það er ekkert í læknaeiðnum sem meinar læknum að stunda kjarabaráttu og heimta greiðslur fyrir sína vinnu. Og það mætti túlka læknaeiðinn þannig að ef kaup, kjör og vinnuaðstæður koma í veg fyrir að læknar geti beitt kunnáttu sinni af fullri alúð og samviskusemi þá beri þeim að hætta að annast sjúklinga. 

Læknum ber engin skylda til sannsögli umfram aðra þegna þjóðfélagsins.

Vagn (IP-tala skráð) 31.12.2014 kl. 12:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband